Lasleiki

Þórdís var heima í dag með kvefpest og hita og það er ekki nema hálfur mánuður frá því að hún reis úr rekkju eftir flensu.  Ég var heima hjá henni í mestallan dag, en Eiki skaust heim um miðjan daginn svo ég kæmist aðeins niðrí vinnu.  Ég vona að hún verði hitalaus á morgun sem er reyndar ekki líklegt í ljósi þess að hún er nú með 39,3°C.  Ég var nefnilega farin að hlakka til að komast á árshátíð á morgun með kallinn með mér, búin að redda pössun og krakkarnir farin að hlakka til að fá að gista hjá Lauju frænku sinni.

Litlu naggrísaungarnir tveir, þeir Snar og Snöggur, fluttu að heiman í gær.  Krakkarnir fóru með í gæludýrabúðina til að kveðja þá.  Það var dálítið tregablandin kveðjustund en þau vissu frá upphafi að þannig myndi þetta ævintýri enda.  Snar og Snöggur fóru í búr með tveimur öðrum ungum á svipuðum aldri og virtust una sér vel.  Ég var búin að lofa Bjössa því að við myndum kíkja til þeirra í búðina í dag en svo vildi hann frekar fara í tölvuleik, sagðist bara ætla að heimsækja þá á morgun, og Þórdísi er alveg sama, bara ánægð með Lottu gömlu.

"Mamma við verðum að láta Lottu eignast unga á morgun", sagði hún reyndar rétt í þessu, kannski ekki alveg sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband