Árshátíð

Árshátíð  2008Við komumst saman á árshátíð eftir allt saman.  Mikið gaman, mikið fjör.  Við fórum reyndar heim að loknu borðhaldi til að sækja krakkana, þorðum ekki að láta Þórdísi gista ef hún færi nú að rjúka aftur upp í hita.  Þau fengu að vera í heimsókn hjá Lauju frænku og hennar fjölskyldu á meðan.

Það er spáð fínu veðri um helgina svo við stefnum að því að njóta þess til hins ítrasta.  http://www.vedur.is/

Við fórum með Bjössa á skíði og Þórdísi á sleða í Ártúnsbrekkuna fyrir u.þ.b. tveimur vikum síðan.  Bjössi var alveg ótrúlega fljótur á ná tökum á diskalyftunni.  Hann fór síðan með pabba sínum upp í Bláfjöll nokkrum dögum síðar.  Þar sá hann menn í fallhlífum og spurði strax hvort þeir gætu ekki leigt svona.Grin

GrettirSíðasti balletttíminn hennar Þórdísar þennan veturinn er á morgun.  Önninni lýkur svo með ballettsýningu í Borgarleikhúsinu í næstu viku, afmælisvikunni hennar, en hún er að verða fimm ára sú stutta.  Ég held að efst á óskalistanum sé Grettir, eitthvað um Gretti eða með myndum af Gretti.  Hún er alveg með hann á heilanum þessa dagana.  Teiknar heilu myndasögurnar í leikskólanum um Gretti og félaga.  Afmælistertan á að vera hvít súkkulaðiterta, með mynd af Gretti ofaná, nammi og sleikipinnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Matta mín :-). Gaman að vera komin aftur í samband. Mikið er barnið þitt framsækið, er ekki þroskamerki að vera Grettis-fan? Hlakka til að hittast og uppfæra.

Ása (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband