Fjölgun í fjölskyldunni

Litla fjolskyldanÁ bolludaginn fæddust hjá okkur tveir litlir naggrísir sem eru því þriggja vikna gamlir í dag.  Við vitum ekki enn fyrir víst hvers kyns þeir/þau eru en við höfum kallað þá Snaran og Snöggan eftir litlu íkornunum úr Andabæ því þeir eru svipaðir á litinn.  Þeir verða bara hjá okkur í eina viku til viðbótar því þá verða þeir víst kynþroska og við ætlum ekki að stuðla að frekari fjölgun.  Þeir fara í gæludýrabúðina í hverfinu okkar.

Tobbi (pabbinn) kom til okkar í september á síðasta ári.  Við kenndum svo í brjósti um hann, því hann virtist svo einmana, og þegar við rákumst á naggrísapæjuna Lottu í nóvember þá ákváðum við að bæta henni við.  Okkur var sagt að líklega væri hún ófrjó því hún væri búin að vera með naggrísakalli í búri frá því að hún hefði orðið nógu gömul til að eignast unga og þar að auki væri hún orðin svo gömul, þá 8 mánaða, að líklega væri gróið fyrir fæðingaropið.  Þetta hljómaði skringilega en við vildum trúa þessu og ákváðum að taka sénsinn.

Ekki leið langur tími þar til daman fór að þykkna og verða ansi matlystug, sat nánast allan daginn með framfæturna á matarskálinni sinni og skrækti á mat.  Þegar hún gat vart lengur troðið sér inn í kofann sinn fórum við með þau bæði til dýralæknis í skoðun.  Það fór ekki á milli mála að Lotta var komin á steypinn.  Gróið fyrir hvað ... Shocking ... enda hló dýralæknirinn þegar hún heyrði það bull.  Fæðinginn gekk þó ljómandi vel, en Tobbi greyið var snarlega sendur í ófrjósemisaðgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband