Litli grís

Það fjölgaði í fjölskyldunni í síðustu viku.  Hann fékk nafnið Tobbi og er fjögra mánaða naggrís.  Það er mikil ánægja með gæludýrið meðal barnanna, stundum heldur mikil.  Hann var kominn inn í dúkkuhúsið um daginn með bleika sæng og annað skipti hafði Þórdís byggt fyrir hann kofa úr lego kubbum, sem var eiginlega bara þröngt rör, og svo var hún að reyna að ýta honum þangað inn.  Hann Tobbi litli er sem betur fer skapgóður og þolinmóður grís.  Hann gefur frá sér lágt kurr ef honum líður vel en skrækir þegar honum fer að blöskra meðferðin, en hann bítur sem betur fer ekki.  Ég er í fullri vinnu við það á kvöldin að fylgjast með því að allt sé í lagi hjá honum greyinu.Tobbi

Bjössi skrifaði sögu um naggrísinn í skólanum og teiknaði mynd af sér og Tobba.  Hann var sjálfur risavaxinn á myndinni í blárri peysu og með rosa vöðva en grísinn líkari randaflugu.

Ég var að vona að með tilkomu gríssins myndi Þórdís hætta að suða stöðugt um að fá hund, en nei því miður ekki alveg.  Ég ætla samt að reyna að halda það út að vera hundlaus í 3 ár til viðbótar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband