Myndir frá ættarmóti niðja Guðmundar og Þórunnar

Þriðja ættarmót niðja Guðmundar Eyjólfssonar og Þórunnar Jónsdóttur frá Þvottá í Álftafirði, Geithellnahreppi, var haldið síðastliðinn laugardag.  Ég setti inn nokkrar myndir sem ég tók þá.  Ég hef því miður ekki nöfn allra, en þið ættingjar mínir sem villist inn á þessa síðu megið gjarnan hjálpa mér að bæta úr því með athugasemdum.

Hér er slóð inn í myndaalbúmið:  http://matta.blog.is/album/AEttarmotidiagust2007/

Af þessu tilefni set ég hér inn upplýsingar um ættir okkar Eiríks, foreldra okkar, ömmur og afa:

 Matthildur, Eiríkur og börn. Svipmyndir  febrúar 2005

Matthildur Bára Stefánsdóttir f. 24. júlí 1964 í Reykjavík og Eiríkur Björnsson tannlæknir, f. 6.des. 1959 í Reykjavík.  Börn okkar eru Björn Ívar, f. 14. júní 2000 í Reykjavík og Þórdís Matthea, f. 19. mars 2003 í Reykjavík.

Ætt Matthildar:

Pabbi:  Stefán Guðmundsson fv. framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 16. júní 1922 að Starmýri í Álftafirði, Geithellnahreppi, d. 16.6.2007.

Afi:  Guðmundur Eyjólfsson bóndi Þvottá f. 20. sep. 1889 í Kambshjáleigu í Hamarsfirði við Djúpavog,d. 2.9.1975.           

Amma:  Þórunn Jónsdóttir húsfreyja f. 5. sep. 1888 á Rannveigarstöðum í Álftafirði, d. 26.11.1956.

Fósturforeldrar pabba voru:

Árni Antoníusson bóndi á Hnaukum, f. 26. ág. 1877 í Tunguhlíð í Álftafirði, d. 16.10.1935.

Björg Jónsdóttir húsfreyja á Hnaukum, f. 13. júní 1870 í Hvalsnesi í Lóni, d. 4.5.1963.  

Mamma:  Matthea Jóhanna Jónsdóttir listmálari, f. 7. júlí 1935 á Þverá á Síðu í V- Skaft.

Afi:  Jón Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. 17. maí 1896 á Kvennabrekku í Dölum , d. 16.9.1968.

Amma:  (Jóhanna) Matthildur Kristófersdóttir húsfreyja, saumakona, f. 6. des. 1906 á Þverá á Síðu, d. 10.10.1983.

Ætt Eiríks:

Faðir:  Björn Eiríksson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 16. okt. 1931 í Neskaupstað, d. 26.10.2005.

Afi:  Eiríkur Björnsson læknir í Neskaupsstað og síðar í Hafnarfirði, f. 15.6.1898 í Karlsskála í Reyðarfirði, d. 10.1.1993.  

Amma:  Anna Oddný Einarsdóttir húsfreyja í Neskaupsstað og síðar í Hafnarfirði, f. 5.10.1903 á Hafranesi í Reyðarfirði, d. 1.5.1988.

Móðir:  Hjördís Halldórsdóttur hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 4. apríl 1931 á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi.

Afi:  Halldór Jónsson búfræðingur, bóndi á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi, f. 28.2.1889 í Grasi við Þingeyri, d. 24.7.1968.

Amma:  Steinunn Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi, f. 5.3.1894 að Auðshaugi Barðaströnd, d. 7.9.1962.

(Myndin af okkur var tekin á Ljósmyndastofunni Svipmyndum af Fríði Eggertsdóttur ljósmyndara í febrúar 2005).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lauja

Gaman að þessu Matta -

Lauja, 31.8.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband