Trúariðkun, í stað sjónvarpsgláps kannski?

Já, maður ætti kannski að fara að glugga í biblíuna á kvöldin að loknum fullum vinnudegi, heimilisþvotti, líkamsrækt, tilbúningi holls matar, frágangi í eldhúsi, almennri tiltekt og háttun barna. 

Smá afslöppun um stórhátíðar og helgar gæti kannski líka verið til bóta, en því miður fara þessi frídagar hjá manni oft ansi mikið í þeyting á milli kaffi- og matarboða.

Sem dæmi um týpískan sunnudag hjá mér í gær:  Ég fór á fætur um hálftíu, sem er auðvitað alltof seint.  Fékk mér morgunmat og kaffibolla sem ég gaf mér ekki tíma til að klára, man ekki hversvegna, ætli ég hafi ekki þurft að skeina einhvern Woundering.  Fór síðan í það að ganga frá þvotti vikunnar, finna til föt fyrir sjálfa mig og krakkana, fór síðan að taka til.  Tiltektin færðist síðan yfir í frágang á jólaskrauti, tína skrautið af trénu, taka niður aðventuljósið og ljós úr fjórum gluggum.  Hitaði mér smá fiskafgang í örbylgjunni sem ég gleypti í mig áður en við fórum í heimsókn til mömmu um þrjúleytið en ég var að fara með föt til hennar sem ég keypti fyrir hana í vikunni.  Fórum þaðan í heimsókn til tengdó um fimmleytið.  Eiki hljóp svo inn í búð á heimleiðinni.  Vorum komin heim um hálfsjö.  Ég ákvað þá í stað þess að byrja að elda eins og ég geri flesta daga að gera eitthvað sem mig sjálfa langaði til og fór ein út í gönguferð en tók reyndar niður jólaseríu úti í leiðinni.  Þegar ég kom heim var fjölskyldan að borða tilbúnar kjötbollur hlaðnar aukaefnum, með spagettíi og baunum úr dós.  Fékk mér af óhollustunni með þeim.  Gekk svo frá eftir matinn á meðan Eiki hjálpaði Bjössa með heimalærdóminn.  Gaf fjölskyldunni smá súkkulaði í eftirrétt, naggrísunum salat að borða og náði því að horfa á sunnudagskvöld með Evu Maríu að mestu án truflunar.  Kom Þórdísi í náttfötin, burstaði í henni tennurnar, las fyrir hana og lá svo hjá henni nokkra stund.  Um hálfellefu fór ég niður, horfði á hálfa bíómynd á DVD.  Sofnaði eins og steinn uppúr kl. 12. 

Segi svo einhver að maður sé bara að dúlla sér!  Spurning hvar ég ætti að bæta inn trúariðkuninni LoL


mbl.is Trúariðkun og hjálplegur eiginmaður draga úr streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fínt að kíkja í Biblíuna eftir annir dagsins þótt kerlingin hafi sagt á sínum tíma að ekki sé gaman að guðspjöllunum því enginn væri í þeim bardaginn. Ég hef hinsvegar verið að fletta í þessari nýju undanfarið og fundið þar ýmislegt krassandi t.d. í sögunum um þá Davíð, Sál og Salomón sem maður lærði í kristinfræðinni á sínum tíma.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.1.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband