Grýla

Við fórum með krakkana í jólaþorpið í Hafnarfirði í gær.  Það var voða fjör, Gunni og Felix að syngja og Gluggagægir og Grýla komu í heimsókn, svo var dansað í kringum jólatréð.  Nema börnin mín þau vildu ekki dansa.  Ég fór að syngja með jólalög, þá leit Bjössi á mig alveg forviða og spurði: "Af hverju ertu að syngja mamma".  Krakkarnir voru ekkert hrædd við Grýlu enda var hún lítil, horuð og aumingjaleg, og minni en Gluggagægir Shocking.  Hún virðist eitthvað vera að skreppa saman með árunum kellingin.

Við sáum Grýlu á sama stað í fyrra en hún var þá að bjóða börnunum upp á hákarl.  Þórdís vildi helst ekki sjá hana í gær því hún var svo hrædd um að Grýla myndi aftur bjóða upp á hákarl.  Þegar maður er lítill þorir maður líklega ekki að segja nei takk við svona ógnvænlega skessu.

Við keyptum svo jólarandalínur og brunuðum í kaffi til tengdó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband