Svona er lífið bara

Þórdís byrjaði í ballett í gær.  Við höfum oft lesið saman bókina um Albertínu ballerínu sem henni þykir mjög skemmtileg.  Hún var hálfpartin utan við sig í tímanum, hefur líklega þótt það hálfóraunverulegt að vera sjálf í sporum Albertínu.  Hún horfði eins og álfur út í loftið á meðan hinar fóru í fyrstu position og plié.  Það verður forvitnilegt að sjá hvernig henni mun líka þetta.  Ætli hún hafi ekki líka verið hissa á því að kennarinn væri ekki í gulum blúndukjól eins og fröken Lillý.

The dogVið fórum á hundasýningu í gær alveg óvart þegar við skruppum í Garðheima að kaupa blóm og naggrísafóður.  Þórdís sagði í hvert sinn sem hún sá nýja hundategund: "Mig langar í svona hund".  Hún fékk gefins eintak af hundablaði og hélt áfram suðinu heima.  Mig langar í svona hund, og svona hund og ...

Ég sagði við hana hvað hún myndi nú gera þegar hundurinn þyrfti að pissa og kúka.  Ég myndi bara setja hann út í garð sagði hún.  Þá sagði ég við hana að fljótlega yrði garðurinn allur út í hundaskít og þá þyrfti að fara út með skóflu að moka löllunum upp í poka og setja í ruslatunnuna.  Því svaraði hún: "Mamma, svona er lífið bara".The dog


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband