13.6.2007 | 11:36
Heimsókn til pabba
Ég skrapp til pabba á spítalann um þrjúleytið í gær. Hann var mjög slappur, hefur hrakað frá því ég sá hann tveimur dögum fyrr. Blóðþrýstingurinn var mjög lágur og hann var með vatn í æð til að rétta hann af. Hann sagði mér frá því að hann hefði skroppið út að kaupa saltfisk en hefði týnt honum á leiðinni heim. Svo hefði hann verið orðinn villtur og endaði með því að hann lagðist til svefns við lítinn bát. Þegar hann var orðinn þreyttur á að tala við mig sagði hann: "Jæja, best að ég fari að drífa mig aftur upp á spítala".
Við höfum verið að nota þessa fyrstu daga sumarfrísins til að taka aðeins til í húsinu og setja saman fataskáp og skrifborð í Bjössa herbergi. Skruppum reyndar í golf um daginn en við fórum aðeins að fikta við það í fyrra.
Í dag ætla ég að kíkja til mömmu og fara fyrir hana í búð.
Ég frétti aðeins af Lauju og Hröbbu á Ítalíu. Það var víst frekar kalt þar í gær eða 22°C og Hrabba greyið var bara lasin og með hita, hún sem ætlaði til Lucca í gær. Ég vona að hún hressist fljótt. Hmmm smá mismunandi viðhorf til hitastigs eftir löndum (rakastigið breytir auðvitað miklu). Hjá okkur voru þetta 12-15°C í gær, fólk flykktist á ylströndina í sólskininu og Kastljósið gekk að miklu leyti út á veðurblíðuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.