Gamlar myndir

Ég setti inn nokkrar myndir af krökkunum frá haustinu 2005 bara til að prófa.

Ég skrapp í kaffi til mömmu og í heimsókn til pabba á spítalann um sexleytið.  Ekkert sérstakt að frétta af þeim bara allt við það sama.  Pabbi virtist ekki alveg vita hvort hann hefði borðað kvöldmat eða hvort einhver hefði heimsótt hann í dag.

Við fórum á víkingahátíðina í millitíðinni sem var svo sem ágætt.  Það var reyndar alveg á mörkunum að ég nennti að fara.  Næst kíki ég kannski bara í búðir í Hafnarfirðinum á meðan strákarnir fylgjast með vopnaskaki og sviðnum kjötskrokkum.  Mér fannst víkingahátíðin skemmtilegri fyrir nokkrum árum þegar hún var haldin á túninu í Hafnarfirðinum.  Vona að hún verði færð þangað aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband