8.6.2007 | 21:30
Moli af jörðinni
Kíkti til mömmu í dag, Hanna var hjá henni í heimsókn og þær voru að skoða gamlar myndir saman. Annars leiðist mömmu voðalega einveran og hræðist svimaköstin sem koma mjög óvænt. Hún vill samt ekki huga að neinum breytingum á högum sínum. Það er þó gott að vita af því að hún sé með öryggishnapp.
Svo hringdi Hrabba og ég fékk fréttirnar um nýju vinnunna. Ég fann fyrir léttri depurð þegar ég heyrði að þau væru að keyra um skógi vaxnar hæðir Garfagnana. Hugsa sér ég hefði getað verið þar líka, hu, hu, hu ... en við gerum eitthvað annað skemmtilegt þegar Lauja og Hrabba verða komnar heim.
Ég heimsótti líka pabba og tók krakkana með. Hann hafði bara gaman af því enda hafði hann líklega ekki séð Bjössa í þrjár vikur og Þórdísi örugglega ekki frá því skömmu eftir heilablóðfallið. Hann var alveg óruglaður í dag, talaði ekkert um að hann hefði gist hjá ákveðnu ráðskonunni á Hofi né að hann hefði verið í endurhæfingu hjá læknaritaranum. Borðaði heilan fílamola og drakk hálfan kaffi af stút.
Þórdís fékkst loks til að segja mér í gær af hverju málverkið væri sem hún gaf okkur foreldrum sínum í jólagjöf. Hún sagði: "Þetta er moli af jörðinni og það eru ský þarna hátt uppi, en þau sjást ekki".
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.