Fyrsti fundurinn

Fyrsta skólaárið hans Bjössa er liðið og hann var hjá mér í vinnunni fyrir hádegi í dag og í gær og hjá Eika eftir hádegið.  Ég þurfti að fara á stuttan fund í morgun og ákvað að taka hann með mér frekar en að fresta fundinum, því ég gæti alltaf sent hann fram í sófann ef hann yrði eitthvað órólegur.  Ég sagði honum í gærkvöldi að hann mætti ekki segja eitt einasta orð á fundinum nema hann þyrfti á klósettið.

Hann var svooo spenntur í gærkvöldi þegar Eiki var að hátta hann: "Á morgun fæ ég að fara á fund í fyrsta skipti á æfinni".  Rosa tilhlökkun.

Þetta gekk ótrúlega vel.  Hann gerði það sem ég hélt að hann gæti ekki, - þagði allan tímann.  Ég var reyndar með i-pod fyrir hann til að hlusta á og Andrésar Andarbók, svo var honum líka boðið upp á bláan orkudrykk á fundinum, rosa flott (eitthvað sem hann fær aldrei heima hjá sér). 

Hann sagði samt þegar hann kom heim að hann vildi ekki vinna við að vera á fundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband