Nóg að gera

Fór í tryggingafélagið með pappíra í hádeginu, því við erum búin að fresta ferðalaginu okkar, og kíkti aðeins í kaffi til Hröbbu. 

Lauja systir er komin til Parísar.  Við urðum að skipta okkur niður á styttri ferðalagatímabil yfir sumarið í stað þess að fara allar saman.

Það var tekið vefjasýni úr lungunum á pabba á föstudaginn og við fáum að líklega að vita í dag hvað er að.  Það hefur verið ský yfir lungunum í nokkurn tíma sem talið er að sé lungnabólga en það virka hvorki pensillín né sterar.  Hann getur varla sest upp því þá fellur súrefnismettunin og hann verður að fá súrefnisgrímu.  Hann virðist samt eitthvað vera að styrkjast líkamlega og ætlaði bara að rjúka út úr rúminu á fimmtudaginn og koma með mér heim.  Hann er ekki alveg með sjálfum sér þessa dagana.

Brjálað að gera í vinnunni því ég ætla að reyna að komast í sumarfrí á mánudaginn.  Ætli maður fari ekki bara í túristaleik í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband