25.5.2007 | 18:56
Pabbi lasinn
Pabbi er búinn að liggja mjög veikur á sjúkrahúsi í rúmar fimm vikur. Nú er svo komið að væntanlega munum við fjölskyldan hætta við sumarleyfisferð vegna þess, en við höfum verið að leggja á ráðin um hana frá síðasta hausti, draumaferðina til Toscana. Jæja, ekkert við því að gera, við frestum bara ferðinni. Það gerist víst ekki svo oft um æfina að manns nánustu þurfi virkilega á nærveru manns að halda.
Læknirinn og hans lið voru reyndar bjartsýnni í dag en verið hefur lengi, hver veit nema sá gamli hafi það af eftir allt. Það skýrist víst um helgina.
Er búin að vera á kafi að skrifa umhverfisskýrslu, hitti svo ráðgjafa eftir helgina sem fer yfir. Þetta er bara eins og að vera á kafi í mastersskýrsluskrifum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þarna er ég ekki alveg sammála við þurfum á nærveru okkar nánustu að halda miklu oftar en við gerum okkur grein fyrir.Við bara áttum okkur á því fyrr en þegar eitthvað bjátar á. Gangi ykkur vel
Grétar Pétur Geirsson, 25.5.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.