24.5.2007 | 10:50
Nýtt blogg
Þetta er fyrsti bloggdagurinn. Ég má ekki vera að því að skrá neitt í dag en skelli hér inn einni uppskrift sem ég fékk hjá Manni Lifandi og er að hugsa um að prófa í kvöld því mér sýnist að ég eigi flest af því sem þarf.
Gulrótarsúpa með engifer og kókos
Fyrir 4
Eldunartími: Minna en 30 mín.
5-6 stk. meðalstórar gulrætur
1/2 dl. engifer, rifinn
1 stk. laukur
3 msk. sítrónusafi
1/2 dl. hvítvín (má sleppa)
1/2 knippi ferskur kóríander
1 dós kókosmjólk
2 msk. gerlaus grænmetiskraftur eða grænmetissoð
vatn eða grænmetissoð
salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð: Gulrætur og laukur er saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt- þar til það er orðið meyrt í stórum potti. Þá er vatninu og grænmetiskraftinum/soðinu bætt útí og látið sjóða í ca. 15. mín. Þá ætti grænmetið að vera orðið það meyrt í gegn að töfrasproti ætti að ráða við að fullmauka súpuna. Eftir að hún hefur verið maukuð er hún bragðbætt með hvítvíni (þarf ekki), sítrónusafa og salti og pipar. Rifnum engifernum og kókosmjólkinni er þá bætt saman við. Látið malla við vægan hita í 5 mín eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskur rifinn kóríander er settur yfir rétt áður en súpan er borin fram.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.