Sumarið 2008

Ég hef verið ansi pennalöt, ehemm takkalöt, að undanförnu.  Það er reyndar bara búið að vera svo mikið að gera eftir sumarfríið.

Við fórum hringinn í kringum landið í sumarfríinu á 17 dögum.  Byrjuðum á Hólum í Hjaltadal og Hofsósi, vorum svo í viku á Akureyri í íbúð og skoðuðum okkur um m.a. á Siglufirði, Ólafsfirði og Hjalteyri.  Síðan fórum við til Vopnafjarðar, en þangað höfðum við ekki komið áður, og gistum í tvær nætur í bændagistingu.  Hallormsstaður var næsti áfangastaður en þar vorum við í litlu tjaldi í þrjár nætur innan um hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna.  Skruppum út á Reyðarfjörð og alla leið niður í Viðfjörð, búúú Alien, sáum reyndar engin Viðfjarðarundur bara geitung.  Eftir sól og sælu á NA- og A-landi fórum við í þokuloft á Hornafirði og gistum þar í tvær nætur.  Fórum út að borða á afmæliskvöldinu mínu, dýrindis humarpizzu.  Á afmælisdaginn fórum við inn í Lón.  Sumarfrí 2008 1 323Ég hafði meðferðis kökur í nesti en samt fattaði enginn hvaða dagur væri Shocking.  Enduðum þann góða dag á heimsókn inn að Hoffellsjökli.  Eftir góða dvöl á Höfn fórum við á Kirkjubæjarklaustur þar sem haldið var ættarmót afkomenda Kristófers og Rannveigar (meira um það á http://www.mosar.is/).  Þar náðum við að tjalda og grilla Hornafjarðarhumar áður en rigning og rok skullu á á föstudagskvöldinu.  Á laugardeginum fór ættarmótið hins vegar vel fram í ljómandi góðu veðri.  Eftir þessa löngu ferð brunuðum við heim með smástoppi í Samgöngusafninu á Skógum og það var gott að sofna í eigin rúmi það kvöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband